Grein
Davíð Þorláksson

Ekkert frjálslyndi án viðskiptafrelsis

16. september 2016 Davíð Þorláksson

Á meðan stjórnmál í mörgum löndum í kringum okkur virðast í auknum mæli snúast um tortryggni í garð útlendinga keppast stjórnmálamenn á Íslandi við að vera frjálslyndir. Það er auðvitað fagnaðarefni, en þá er brýnt að hugur fylgi máli.   Hvað er frjálslyndi? Frjálslyndi er í mínum huga tvíþætt; annars vegar persónufrelsi og hins vegar…

Grein
Sævar Atli Sævarsson

Við stóru vandamáli liggur lítil lausn

10. mars 2016 Sævar Atli Sævarsson

Það er ótrúlega skrýtið þegar talað er um vandamál eins og það sé óleysanlegt. Enn þá skrýtnara verður það þegar lausnin við vandamálinu er augljós en fólkið með valdið til að leysa það eru þeir sömu og segja það óleysanlegt . Þetta er nákvæmlega það sem er að gerast með tvö vandamál sem eru daglegt…

Fréttir

Aldrei fleiri ungir þingmenn Sjálfstæðisflokksins

25. nóvember 2016

Samband ungra Sjálfstæðismanna fagnar gífurlega góðri velgengni ungra Sjálfstæðismanna í nýliðnum þingkosningum. En þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur fengið til liðs við sig þær Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur (f. 1991) og Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur (f. 1987). Fyrir var í þingflokknum Vilhjálmur Árnason (f. 1983). En þá er einnig Albert Guðmundsson (f. 1991) 1. varaþingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður, Elvar…

Fréttir

Milliþing SUS 2016

11. september 2016

Milliþing Sambands ungra sjálfstæðismanna 2016 verður haldið helgina 17.-18. september á Akranesi. Skráning fer fram á sus@xd.is (Nafn, kt, aðildarfélag og simanr) Þingið stendur frá laugardegi til sunnudags þar sem ungir sjálfstæðismenn af öllu landinu koma saman, gleðjast, skerpa á málefnunum og undirbúa sig fyrir snarpa kosningabaráttu Sjálfstæðiflokksins til Alþingis 2016.   DAGSKRÁ *með fyrirvara…

Ályktanir

Ályktun SUS um birtingu álagningaskráa

05. júlí 2016

Stjórn SUS harmar það að enn eina ferðina hafi álagningarskrár einstaklinga verið bornar á borð, fyrir hvern þann sem vill skoða viðkvæmar persónuupplýsingar um einkamálefni almennra borgara. Fjárhagsmálefni einstaklinga eru viðkvæmar persónuupplýsingar sem njóta verndar 71. gr. stjórnarskrár. Það þurfa því að liggja gildar ástæður til grundvallar þeirri stefnu stjórnvalda að heimta þessar upplýsingar í…

Ályktanir

Ályktun um Sjálfstæðisflokk í ríkisstjórn

08. apríl 2016

Samband ungra sjálfstæðismanna styður þingflokk og forystu Sjálfstæðisflokksins til áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfs. Mörg stór verkefni bíða afgreiðslu ríkisstjórnarinnar sem miða að afnámi hafta, lækkun skatta og auknu frelsi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur á undanförnum þremur árum lyft grettistaki í því að snúa af braut ofurskatta og ríkisafskipta síðustu vinstristjórnar. Mikil ánægja hefur verið með þær breytingar og stendur…