Ungir sjálfstæðismenn á landsfundi

Landsfundur

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2015 fór fram í Laugardalshöll helgina 23.-25. október. Á fundinn fjölmenntu 200 Ungir sjálfstæðismenn sem höfðu vikurnar fyrir landsfund legið yfir drögum að landsfundarályktunum flokksins og mættu til leiks með hátt upp í 100 breytingartillögur. Með elju og samvinnu annara sjálfstæðismanna komu Ungir sjálfstæðismenn 80% þeirra tillagna í gegnum fundinn sem nú eru orðnar að stefnu Sjálfstæðisflokksins.
(hægt er að sjá landsfundarályktanir flokksins á xd.is)

Ungir sjálfstæðismenn á landsfundi voru gífurlega áberandi, ekki bara í málefnanefndum heldur steig ungt fólk einnig upp í ræðupúlt og hélt erindi sem sjá má hér að neðan. Einnig náðu ungir metkjöri í málefnanefndir flokksins, náðu 17 af 40 sætum og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, 25 ára laganemi var kjörin ritari flokksins.

Ræða Pawel Bartoszek:

Ræða Ragnhildar Öldu Maríu Vilhjálmsdóttur:

Ræða Laufeyjar Rúnar Ketilsdóttur, formanns SUS:

Ræða Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur: