Um samband ungra sjálfstæðismanna

Samband ungra sjálfstæðismanna (SUS) er samband allra svæðisbundnu sjálfstæðisfélaga ungs fólks á aldrinum 15 til 35 ára

Samband ungra sjálfstæðismanna (SUS) er samband allra svæðisbundnu sjálfstæðisfélaga ungs fólks á aldrinum 15 til 35 ára. Félögin eru 38 talsins, þar af er Heimdallur í Reykjavík stærsta félagið. Um 13.000 ungir sjálfstæðismenn eiga aðild að sambandinu, sem var stofnað á Þingvöllum 27. júní árið 1930. Sambandsþing eru haldin annað hvert ár í ágúst eða september þar sem formaður og 26 stjórnarmenn úr öllum kjördæmum landsins eru kjörnir til tveggja ára. Þess á milli eru haldin málefnaþing. Stjórnin hittist að jafnaði mánaðarlega. Tólf manna framkvæmdastjórn, sem fer með daglegan rekstur sambandsins, kemur saman vikulega. Skrifstofa sambandsins er í Valhöll við Háaleitisbraut 1. SUS hefur ávallt tekið virkan þátt í alþjóðlegu samstarfi og á aðild að Nordisk Ungkonservativ Union (NUU), Democratic Youth Community of Europe (DEMYC), International Young Democrat Union (IYDU) og European Young Conservatives (EYC).

Hægt er að hafa samband við stjórn SUS á netfangið sus@xd.is