SUS gagnrýnir afturhaldssemi embætti landlæknis

Embætti landlæknis hefur lagst gegn frumvarpi um sölu lausasölulyfja í almennum
verslunum. SUS gagnrýnir embættið fyrir mótstöðu við frumvarp sem miðar að aukinni heilsu
og öryggi landsmanna.

Frumvarpið snýr að því að almennum verslunum verði heimilt að selja ólyfseðilsskyld lyf, á
borð við væg verkjalyf, ofnæmislyf og magalyf. Í umsögn sinni vísar landlæknir sérstaklega
í aukna notkun tauga- og geðlyfja hér á landi, sem er afskaplega villandi.
SUS fagnar því að leitað sé leiða til að tryggja framboð af nauðsynlegum lyfjum, sem
nú er háð takmörkunum, og opna á frekari verðsamkeppni á markaðnum. Frumvarpið
snýr ekki síður að aðgengi, en íbúar á landsbyggðinni þurfa oft á tíðum að ferðast
langar vegalengdir til þess eins að nálgast væg verkjalyf. Opnunartímar og
staðsetningar apóteka í núverandi horfi koma í veg fyrir að einstaklingar geti sótt sér
nauðsynlegar vörur þegar þörf krefur, t.d. að næturlagi eða í fámennari byggðum
landsins.

Að mati SUS er lítil hætta á að landsmenn fari að misnota Rennie bakflæðislyf og
Strepsils munnsogstöflur vegna þess eins að þær fást í Hagkaup. Það hefur
sannarlega ekki verið raunin í Svíþjóð, Danmörku og Noregi, þar sem slík sala er
leyfð.

SUS hvetur því embætti landlæknis til að sýna framsækni og endurskoða afstöðu
sína gagnvart ofangreindu frumvarpi. Á sama tíma skorar SUS á alla þingmenn að
sjá í gegnum slíka afturhaldssemi og gera þetta frumvarp að lögum.