44. sambandsþings SUS á Eskifirði

Þingið fer fram dagana 8. - 10. september.

Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna boðar til 44. sambandsþings SUS dagana 8. – 10. september 2017 og mun það bera yfirskriftina „Frelsi, farsæld og fjölbreytni“

Þingið verður haldið á Eskifirði og verður Hávarr, félag ungra sjálfstæðismanna á Eskifirði, gestgjafi þingsins.

DAGSKRÁ:

FÖSTUDAGUR 8.sept

16.00 – 17.00
Mæting í Valhöll, félagsheimili Eskfirðinga, og afhending fundargagna. 17.00 – 18.00
Fundur í Valhöll, félagsheimili Eskfirðinga.
Setning 44. sambandsþingsins
Kosning þingforseta, fundarritara, kjörbréfanefndar og kjörnefndar
Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykktar 18.00 – 20.00
Vísindaferð í Eskju hf.
Eskja hf. er sjávarútvegsfyrirtæki sem á og rekur eigin útgerð, mjöl- og lýsisvinnsluvinnslu og markaðsstarfsemi.

20.00 – 01.00
Teiti í Valhöll, félagsheimili Eskfirðinga.

LAUGARDAGUR 5. sept

10.00 – 12.00
Málefnastarf í Grunnskóla Eskifjarðar

12.00 – 13.00
Hádegisverður – frjáls tími þinggesta

13.00 – 14.00
Afgreiðsla ályktana

14.00 – 15.30
Forystuspjall xD!
Grunnskóla Eskifjarðar

Bjarni Benediktsson
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Kristján Þór Júlíusson
Sigríður Á. Andersen
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir
Jón Gunnarsson
Guðlaugur Þór Þórðarson

17.00 – 19.00
Heimsókn í fyrirtæki á Eskifirði
*nánari upplýsingar innan tíðar

19.00 – 22.00
Hátíðarkvöldverður í Valhöll

Forréttur: Laxatvenna á salatbeði með sinnepssósu og brauði.
Aðalréttur: Lambaprimesteik með bakaðri kartöflu, salati og bernaisesósu.
Eftirréttur: Súkkulaðikaka með berjasósu og rjóma.

6.200 kr. á mann

22.00 – 01.00
Áframhaldandi glens og grín að hætti ungra sjálfstæðismanna í Valhöll

SUNNUDAGUR 6.sept

11.00 – 12.00
Fundur í Grunnskóla Eskifjarðar
Afgreiðsla ályktana

12.00
Framboðsfrestur til aðalstjórnar lýkur

12.00 – 13.00
Hádegisverður – frjáls tími þinggesta

13.00
Kosningar í Valhöll.
Formannskjör hefst klukkan 13.00
Stjórnarkjör hefst 15. mínútum eftir að formaður hefur verið kosinn
Varastjórnarkjör hefst 15. mínútum eftir að stjórn hefur verið kosin
Kosning tveggja endurskoðenda

14.00 – 16:30
Fundur í Grunnskóla Eskifjarðar
Afgreiðsla ályktana
Lagabreytingar
Önnur mál

16.30 – 17.00
Þingslit í Grunnskóla Eskifjarðar

ÞÁTTTAKA

Áhugasamir þurfa að óska eftir sæti hjá sínu aðildarfélagi SUS.
Þinggjöld hafa ekki verið ákveðin en þeim verður haldið í algjöru lágmarki.

GISTING

Meginreglan *fyrstur kemur fyrstur fær* verður í hávegum höfð varðandi gistikostina. Sendið póst á sus@xd.is til að panta gistingu. (taka skal fram hafi menn ákveðinn herbergisfélaga í huga)

1) Hótel Eskifjörður (sjá: https://hoteleskifjordur.is/is/heim/ )

2-3 í herbergi
7500 kr. nóttin á mann (samtals 15.000 kr. á mann fyrir helgina, tvær nætur)

2) Askja gistiheimili (sjá: https://kaffihusid.is/guesthouse-askja/)

2ja manna herbergi: 5.063 kr. á mann nóttin (samtals 10.125 kr. á mann fyrir helgina, tvær nætur)

3ja manna herbergi: 4.625 kr. á mann (samtals 9.250 kr. á mann fyrir helgina, tvær nætur)

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest taka þátt í að móta stefnu SUS fyrir næsta tímabil – Frelsi, farsæld og fjölbreytni!