Taktu þátt

Það eina sem þarf til að skrá sig í SUS er að vera á aldursbilinu 15-35 ára. Skráningin fer fram á xd.is

Fyrir þá sem vilja taka virkan þátt í starfi SUS þá erum við með nefndir sem eru opnar öllum ungum sjálfstæðismönnum og hægt er að sjá hér fyrir neðan. Einnig erum við reglulega með skemmtiviðburði sem opnir eru öllum.

Málefnanefnd

Málefnanefndin sér um að skipuleggja málfundi, umræður, sófaspjall og allt það sem er málefnalegt.
Umsjónarmaður nefndarinnar er Páll Orri Pálsson, formaður málefnastarfs SUS.

Skemmtinefnd

Skemmtinefndin sér um að skipuleggja alla skemmtiviðburði SUS; partý, vísindaferðir, keppnir, kosningavökur og allt það sem er skemmtilegt.
Umsjónarmaður nefndarinnar er Helena Kristín Brynjólfsdóttir, skemmtanastjóri SUS.

Alþjóðanefnd

Alþjóðanefndin snýst að starfi SUS á erlendri grundu, samskipti okkar við systur- og aðilildarfélög erlendis, ráðstefnur og fundir.
Umsjónarmaður nefndarinn er Andrea Gunnarsdóttir, alþjóðafulltrúi SUS.

Útgáfunefnd

Útgáfunefndin sér um alla útgáfu SUS; sus.is, samfélagsmiðla SUS, greinaskrif, taka myndir á viðburðum, sjá um Instagram, taka viðtöl, gera myndbönd og margt fleira.
Umsjónarmaður nefndarinnar er Sigurgeir Jónasson, útgáfustjóri SUS.

Fjáröflunarnefnd

Fjáröflunarnefnd sér um markaðs- og styrkjamál sambandsins. Helstu verkefni eru að finna styrktaraðila sem og að útvega sambandinu og ungum sjálfstæðismönnum hagstæðra kjara hjá fyrirtækjum.
Umsjónarmaður nefndarinnar er Hörður Guðmundsson, gjaldkeri SUS.

Fyrir frekari upplýsingar um starf nefndana er hægt að senda SUS skilaboð á facebook.