Afhending Frelsisverðlauna SUS 2018

Frelsis­verðlaun SUS voru veitt við hátíðlega at­höfn í Val­höll þann 3. október. Var þetta í tólfta sinn sem verðlaun­in voru veitt en stjórn Sam­bandsins veit­ir verðlaun­in.

Að venju voru verðlaun­in veitt ein­um ein­stak­lingi og ein­um lögaðila. Báðir verðlauna­haf­ar í ár eiga það sam­eig­in­legt að berj­ast fyr­ir auknu at­vinnu­frelsi.

Ásdís Halla Braga­dótt­ir hlaut verðlaun­in fyr­ir ára­langa bar­áttu sína fyr­ir auknu val­frelsi í heil­brigðis- og mennta­mál­um. Sem bæj­ar­stjóri Garðabæj­ar studdi hún við sjálf­stæðan rekst­ur skóla í sveit­ar­fé­lag­inu. Hef­ur það leitt til þess að skóla­kerfið í Garðabæ er fjöl­breytt­ara, sveigj­an­legra og þjón­ust­ar nem­end­ur bet­ur en ella. Þá hef­ur Ásdís verið áber­andi í umræðunni á þessu ári um bar­áttu Kliník­ur­inn­ar í Ármúla fyr­ir sjálf­stæðum rekstri í heil­brigðis­kerf­inu. Slík­ur rekst­ur bæt­ir þjón­ustu við sjúk­linga, stytt­ir biðraðir og nýt­ir skatt­fé bet­ur.

Sá lögaðili sem hlaut verðlaun­in í ár er Hval­ur hf., en Kristján Lofts­son, for­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, tók við verðlaun­un­um. Hval­ur hf. hlaut verðlaun­in fyr­ir bar­áttu sína fyr­ir hval­veiðum á Íslands­miðum. Hval­veiðar fela í sér mik­il­vægt at­vinnu­frelsi en Hval­ur hf. hef­ur í fjöl­mörg ár bar­ist fyr­ir því að veiðar á hvöl­um séu leyfðar, enda er um sjálf­bæra nýt­ingu að ræða sem styðst við vís­inda­leg gögn.

Ingvar S. Birg­is­son, formaður SUS, ávarpaði fund­inn og veitti verðlaun­in fyr­ir hönd stjórn­ar­inn­ar.

 

Ingvar Smári, formaður SUS með verðlaunahöfunum Ásdísi Höllu Bragadóttur og Kristjáni Loftssyni

Ingvar Smári, formaður SUS með verðlaunahöfunum Ásdísi Höllu Bragadóttur og Kristjáni Loftssyni