Samband ungra Sjálfstæðismanna fagnar gífurlega góðri velgengni ungra Sjálfstæðismanna í nýliðnum þingkosningum. En þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur fengið til liðs við sig þær Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur (f. 1991) og Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur (f. 1987). Fyrir var í þingflokknum Vilhjálmur Árnason (f. 1983).
En þá er einnig Albert Guðmundsson (f. 1991) 1. varaþingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður, Elvar Jónsson (f. 1990) er 2. varaþingmaður Norðausturkjördæmis, Melkorka Ýrr Yrsudóttir (f. 1998) er 3. varaþingmaður Norðausturkjördæmis, Hólmfríður Erna Kjartansdóttir (f. 1989) er 2. varaþingmaður Suðurkjördæmis, Ísak Ernir Kristinsson (f. 1993) er 3. varaþingmaður Suðurkjördæmis og Jóhannes Stefánsson (f. 1988) er 3. varaþingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður.