Skíðaferð SUS

Skíðaferð SUS 2022 á Skíðasvæði Tindastóls

Skíðaferð SUS verður haldin helgina 1.-3. apríl á Skíðasvæði Tindastóls.

Svæðið er í 15 km fjarlægð frá Sauðárkróki. Lyftan byrjar í 445m hæð yfir sjó og liggur upp í 690 m hæð. Fyrstu 300 metrarnir eru hentugir fyrir byrjendur og þá sem ekki treysta sér í mikinn bratta. Sigurður Hauksson, formaður Víkings – Ungra sjálfstæðismanna í Skagafirði rekur skíðasvæðið og mun taka vel á móti hópnum.

Á skíðasvæðinu er gistiaðstaða, sem nýverið lauk framkvæmdum.

Verð á mann er: 30.000 kr.

Innifalið í verðinu:

  • Private kvöldskíðun á föstudagskvöldinu
  • Skíðapassi laugardag og sunnudag
  • Gisting í tvær nætur
  • Skíða- og snjóbrettabúnaður
  • Trúbador á laugardagskvöldinu
  • Almenn gleði

Takmörkuð sæti eru í boði og mikill áhugi er á ferðinni, svo vinsamlegast skráið ykkur í tíma. Skráningu lýkur fimmtudaginn 31. mars kl. 20:00.

Skráning: https://forms.gle/B2wEtdAkGP9m61jt8

Hægt er að greiða og staðfesta sæti í ferðina á bankareikning SUS
Kt. 550269-6279
Reikningur: 0101-26-006279
Senda greiðslustaðfestingu á sus@xd.is

Nánari upplýsingar og frekari dagskrá verða tilkynnt á næstu dögum.