Next stop New Hampshire.
Á morgun munu kjósendur í New Hampshire ganga á kjörstað og mun þetta vera fyrsta skiptið þar sem kosið er með „hefðbundnum“ hætti í prófkjörinu. Í prófkjöri flokkana er boðið uppá margar mismunandi tegundir af kosningum, fyrir utan „Caucus“ eða fundarhöldin sem við sáum í Iowa í síðustu viku þá eru einnig „open primaries“1, „closed primaries“2 og „semi-closed primaries“.
New Hampshire er eitt af þeim 13 fylkjum sem er með „semi closed primary“. Það þýðir að aðilar sem standa utan flokka mega velja hvorn flokkinn þeir vilja taka þátt í prófkjör hjá, á meðan þeir sem eru núþegar skráðir í flokka geta aðeins kosið í eigin flokk.
Þetta verður einnig í fyrsta skipti sem demókratar kjósa leynilega þar sem „caucus“ kerfið hjá þeim í Iowa innihélt hópamyndanir fyrir hvern frambjóðanda í allra augsýn á meðan repúblikanar, með sama fundafyrirkomulag kusu leynilega í lokin.
Þrátt fyrir að oftast sé mikil spenna sem fylgir New Hampshire prófkjörinu á hverju kosningaári virðist árið í ár vera undantekning. Það stefnir allt í Trump og Sanders sigur og ríkir mesta spennan um hvaða repúblikani verði í öðru sæti. Skoðum hins vegar fyrst hvað gerðist í Iowa í síðustu viku.
Iowa
Þegar úrslitin fóru að skýrast um kvöldið fóru margir strax að setja út á skoðanakannanir. Arianna Huffington eigandi Huffington Post, sagði að taparar kvöldsins væru skoðanakannanir. Nate Silver, tölfræðiséní, henti strax í grein til að verja Ann Selzer og Des Moines Register könnunina.3 Des Moines Register birti könnun á kosningadegi sem setti Trump í fyrsta sæti með 29% atkvæða. Það var þó margt sem kom út úr þessari könnun sem var áhugavert og rétt.
Þrátt fyrir hversu sögulega góðar skoðanakannanirnar hennar hafa verið þá hafa niðurstöður úr kosningum í Iowa oft komið á óvart eins og farið var yfir í síðustu grein. Allt of margir fjölmiðlar horfðu bara á prósentuhlutföll frambjóðenda en í sömu könnun voru tölur um svokallað „net favourability“. Trump mældist þar með 50% „favourability“ á móti 47% „unfavorable“. Cruz var 65% „favorable rating“ og Rubio 70%.4 Þegar þetta og það hvernig Iowa fundarhöldin fara fram var líklegt að óákveðnir myndu ekki flykkjast til Trump. Því má halda því fram að kannanirnar hafi ekki verið það skeikular, þótt röðun frambjóðenda og prósentutölur voru vitlausar.
Þá má einnig nefna að Trump hefur verið með háar „unfavorable“ tölur síðan hann byrjaði, enda er hann algjör táknmynd þess hversu svakalega pólaskipt pólitík í BNA er orðin.
Demókratar í New Hampshire
Þrátt fyrir að fylkið hafi séð tvö „Clinton Comeback“ þá verður ekkert svoleiðis á morgun. Bill Clinton kom öllum á óvart 1992 þegar hann náði að hrista af sér Gennifer Flowers framhjáhalds-skandalinn eftir magnaða frammistöðu Hillary Clinton í 60 minutes vikuna áður. Hann endaði með sterkt annað sæti og titlaði sjálfan sig „the comeback kid“ í ræðu sinni um kvöldið. Hillary kom sá og sigraði síðan 2008 eftir að hafa endað í síðasta sæti í Iowa það árið. Það er hinsvegar ekki að fara gerast annað kvöld. Kosningateymið hennar tók mjög skynsamlega ákvörðun um að láta hana tilkynna sigur sinn snemma í Iowa og hamra á því að hún hefði unnið í von um að byggja upp momemtum fyrir hið fyrirfram tapaða New Hampshire. Stærsta markmið hennar í New Hampshire er bara að reyna minnka muninn sem mest svo þetta líti ekki hræðilega út fyrir hana.
Bernie Sanders er hins vegar nánast á heimavelli5 þegar það kemur að New Hampshire. Lýðfræðin í fylkinu er honum líka mjög hliðholl en honum gengur langbest meðal hvítra kjósenda. Það hafa verið sagðir fáranlegir hlutir í ýmsum fjölmiðlum og spjallhópum bæði hérlendis og erlendis um Bernie. Bernie Sanders hefur meira að segja verið borinn saman við Obama sem utanaðkomandi frambjóðandi með stórar hugmyndir. Þetta er fáranlegur samanburður þar sem Obama var langt frá því að vera utanaðkomandi frambjóðandi. Harry Reid og Chuck Schumer6, tveir valdamestu Demókratarnir í bandaríska þinginu voru meðal þeirra sem hvöttu Obama í framboð 2004. Þá má einnig nefna að Obama sat virkilega lengi á stuðningi frá John Kerry sem var frambjóðandi flokksins 2004 en þeir ákváðu að bíða með að tilkynna það opinberlega.7 Bernie Sanders er hins vegar með nánast engan flokksstuðning og hafa bara tveir þingmenn úr fulltrúardeildinni stutt hann opinberlega. Það sem hann á hins vegar sameiginlegt með Obama er að hann er með meirihlutann af samfélagsmiðlateyminu úr 2008 Obama framboðinu að vinna fyrir sig, sem útskýrir af hverju við fáum svona óskaplega mikið af Bernie Sanders klippum á samfélagsmiðlum.
Persónulega finnst mér Bernie frábær, hann talar af mikilli sannfæringu og er með mun líflegri kosningabaráttu en Hillary. Það er hins vegar afar ólíklegt að hann muni verða frambjóðandi flokksins og ætla ég þar að nefna tvær ástæður:
1) Enginn flokksstuðningur: Ofurfulltrúarnir skipta miklu máli hjá Demókrötum. Þær hafa þó aldrei, frá því að þeir voru settir á, velt kosningum en það var þó óttast 2008 þegar Hillary og Obama voru svo jöfn að það leit út fyrir að ofurfulltrúarnir myndu geta haft úrslitaáhrif. Staðan á leiðinni inní New Hampshire er sú að Hillary er með 385 fulltrúa og Sanders 29. Í New Hamsphire eru 24 fulltrúar til að vinna8.
2) Hann er óvinsæll meðal litaðra kjósenda. Demókrataflokkurinn hefur mun fjölbreyttari kosningahóp en til dæmis Repúblikanar. Þeim hefur tekist vel á síðustu árum með að fá konur, fólk af suður-amerískum og afrískum uppruna til að kjósa flokkinn. Bernie Sanders gengur ósköp illa í skoðanakönnunum hjá þessum þrem hópum. Hann stendur til dæmis afar höllum fæti í Nevada sem „caucus-ar“ 20.febrúar, en þar, árið 2008, var 30% þeirra sem tóku þátt annað hvort af hispönskum eða afrískum uppruna. Suður-Karólína sem kýs 27.febrúar er einnig með mjög fjölbreyttan kjósendahóp og gengur Bernie Sanders afar illa í þessum fylkjum.
Bernie Sanders vinnur þó New Hampshire en Hillary mun koma á óvart og vera nær honum en kannanir gefa til kynna núna.
„Stærsta markmið hennar í New Hampshire er bara að reyna minnka muninn sem mest svo þetta líti ekki hræðilega út fyrir hana.“
Repúblikanar í New Hampshire
Það ríkir öllu meiri spenna hjá Repúblikönum. Donald Trump hélt hógværa ræðu eftir annað sætið sitt í Iowa en ákvað hinsvegar að skilja hógværðina eftir þar. New Hampshire kosningavikan hófst með twitter stríði þar sem hann sakaði Ted Cruz um að hafa svindlað.9 Marco Rubio kom inn í fylkið með mikinn meðbyr en Chris Christie virðist hafa gert gat á seglin í síðustu ræðukeppni. Ted Cruz ákvað líka að fljúga yfir til New Hampshire en það leit fyrst út eins og hann ætlaði að vera heila viku í Iowa til að klára sigurræðuna sína.10
Donald Trump virðist vera óhjákvæmilegur sigurvegari í New Hampshire. Það er þó virkilega athyglisvert að í nýjasta Monmouth University könnunni þá voru aðeins 49% kjósenda sem sögðust vera „completely decided“.11 John Kasich og Marco Rubio hafa verið að skiptast á öðru sætinu á meðan Jeb Bush mætti allt í einu á kortið með tveggja stafa tölu í vikunni. Í CNN/WMUR skoðanakönnunni, sem er með þeim betri í New Hampshire, stendur Trump í 33%, Rubio í 16% Ted Cruz í 14 % og John Kasich í 7%. Það sem veldur þó hausverk er að stór hluti þessarra kannana voru framkvæmdar fyrir kappræður. Marco Rubio kom einstaklega illa út úr kappræðunum og veltur því allt á því hvort hann muni tapa fylgi í kjölfarið.
Donald Trump mun vinna New Hampshire en hann mun fá minna fylgi en kannanir gefa til kynna. Rubio var líklegastur til að taka annað sætið, að mínu mati, fyrir kappræðurnar. Hann var einnig með flesta „leaning towards“ kjósendur eða um 26%. Það er ómögulegt að segja hvernig frammistaða hans í kappræðunum mun hafa áhrif á úrslitin. Möguleiki #1 er að hann standi þetta af sér og taki annað sætið. Hins vegar þar sem flestir kjósendur í New Hampshire setja „shares my values“ í fyrsta sæti yfir það sem þau leita eftir í frambjóðanda, eða um 55% spurða, á meðan aðeins 25% eru að leita eftir „electability“ (sem er sterkasta hlið Rubio) þá held ég að Kasich, fylkisstjóri Ohio, gæti óvænt tekið annað sætið. Þetta fer þó gegn því sem ég hef áður sagt en ég hélt að Rubio myndi fara 3.-2.-1. sætis leiðina að tilnefningunni. Jeb Bush mun einnig „overperforma“ og verður hann og Ted Cruz í harðri baráttu um fjórða sætið. Jeb Bush er þó líklegri að mínu mati til þess að vinna þar sem hann var á mikilli uppleið í síðustu viku og mun það halda áfram.
1 Í „open primaries“ getur aðili kosið burtséð hvort hann sé skráður í annan flokk. Þegar aðilar standa utan flokka er þetta oft kallað pick-a-party primary.
2 Þarft að vera skráður meðlimur í flokknum til að mega kjósa.
3 Hún er talin af mörgum sú besta í bransanum í Iowa.
4 Sjá: goo.gl/Wr0HSY
5 Vermont og New Hampshire eru nágrannafylki
6 Harry Reid er „senate minority leader“ fyrir demókrata og Chuck Schumer tekur við af honum að öllum líkindum, þar sem Harry ætlar ekki í framboð í næstu þingkosningum.
7 Mikið talað um þetta í ævisögu David Axelrod, Believer: My forty years in politics.
8 Þar af vann Hillary 23 í Iowa og Bernie 21.
9 Málið er tvíþætt. Annars vegar sendu „get out to vote“ hliðin af Cruz campaign-inu út bréf á kjósendur sem höfðu ekki mætt og kosið síðast og gáfu þeim F í einkunn og annars vegar hafði yfirmaður Cruz Campaign í einni sýslunni tweetað sem og sett út póst um að Carson hafi sagst ætla hætta við framboð sitt. Cruz og Carson voru að berjast sín á milli meðal kristinna atkvæða.
10 Endaði í 33 mínútum síðast þegar ég gáði.
11 Sjá spurningu 2: goo.gl/21qLqi