Frelsisverðlaun

Frelsisverlaun SUS

Frelsisverðlaun 2022

Frelsisverðlaun SUS eru verðlaun sem Samband ungra sjálfstæðismanna hafa veitt árlega frá árinu 2007.

Verðlaunin voru í upphafi nefnd í höfuðið á Kjartani Gunnarssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins. Stjórn SUS ákvað að nefna verðlaunin eftir Kjartani til að heiðra það starf sem hann hefur skilað til þess að auka frelsi á Íslandi og bera út hugmyndir frjálshyggjunnar.

Verðlaunahafar

2022: Heiðar Guðjónsson (flokkur einstaklinga), Rauði krossinn (flokkur lögaðila) og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (flokkur kjörinna fulltrúa Sjálfstæðisflokksins)

2021: Haraldur Þorleifsson og Íslensk Erfðagreining

2020: Birgir Jónsson og Brugghús Steðja

2019: Björgvin Guðmundsson og Björkin fæðingarstofa

2018: Ásdís Halla Bragadóttir og Hvalur hf.

2017: Óli Björn Kárason og Arnar Sigurðsson

2016: Sigríður Á. Andersen og Al­menna bóka­fé­lagið.

2015: Vilhjálmur Árnason og Viðskiptaráð Íslands.

2014: Pawel Bartoszek og Rann­sókn­ar­setur um ný­sköp­un og hag­vöxt.

2013: Gunnlaugur Jónsson og Samtökin 78.

2012: Hannes Hólmsteinn Gissurarson og AMX.

2011: Ragnar Árnason og Advice.

2010: InDefence og Brynjar Níelsson.

2009: Davíð Scheving Thorsteinsson og Hugmyndaráðuneytið.

2008: Margrét Pála Ólafsdóttir, stofnandi Hjallastefnunnar, og Viðskiptaráð Íslands.

2007: Félagið Andríki (sem gefur m.a. út Vefþjóðviljann) og Andri Snær Magnason.