Vörulýsing
Fáir hafa sett mark sitt jafn mikið á lok 20. aldarinnar og upphaf þeirrar 21. á Íslandi eins og Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Á þessum diski er rætt við nokkra samferðamenn Davíðs auk þess sem sýnd eru brot úr upptökum Sjónvarpsins af honum. Rætt er við þá Björn Bjarnason, Guðna Ágústsson, Hannes Hólmstein Gissurarson, Illuga Gunnarsson og Kjartan Gunnarsson.
Á diskinum er einnig 68 mínútur af aukaefni; viðtöl í fullri lengd sem Sjónvarpið tók við Davíð, það elsta frá 1991. Ritstjórar myndarinnar voru Rafn Steingrímsson, stjórnarmaður í SUS, og Stefán Gunnar Sveinsson sagnfræðingur.