Category Archives: Gamlar greinar

Smámál

Sem ungur frjálslyndur sjálfstæðismaður þá ætti það ekki að koma neinum á óvart að úr þeirri stafasúpu sem úrslit síðustu kosninga buðu upp á þá varð ég afar ánægður með útkomuna. Jú þessi ríkisstjórn er líklega sú hægrisinnaðasta frá upphafi sem þýðir að við getum átt von á ábyrgum ríkisrekstri og áframhaldandi hagvexti og öllu…

Ekkert frjálslyndi án viðskiptafrelsis

Á meðan stjórnmál í mörgum löndum í kringum okkur virðast í auknum mæli snúast um tortryggni í garð útlendinga keppast stjórnmálamenn á Íslandi við að vera frjálslyndir. Það er auðvitað fagnaðarefni, en þá er brýnt að hugur fylgi máli.   Hvað er frjálslyndi? Frjálslyndi er í mínum huga tvíþætt; annars vegar persónufrelsi og hins vegar…

Við stóru vandamáli liggur lítil lausn

Það er ótrúlega skrýtið þegar talað er um vandamál eins og það sé óleysanlegt. Enn þá skrýtnara verður það þegar lausnin við vandamálinu er augljós en fólkið með valdið til að leysa það eru þeir sömu og segja það óleysanlegt . Þetta er nákvæmlega það sem er að gerast með tvö vandamál sem eru daglegt…

Ofstoppafullir embættismenn

Í tíufréttum Ríkisútvarpsins miðvikudaginn, þann 20. janúar, var viðtal við mannréttindastjóra Reykjavíkurborgar. Í viðtalinu kom fram að mannréttindaskrifstofa Reykjavíkurborgar rannsakaði persónuleg skeyti hjá starfsmönnum borgarinnar til að kanna hvað starfsmennirnir segja á vefmiðlum, vina á milli og veita þeim tiltal fari þeir yfir strikið að mati skrifstofunnar. Einnig kom fram að þetta væri einhverslags samstarf…

Kapítalisminn sökkar

Byrjum á að árétta það að mér finnst kapítalisminn ekki sökka. Ég veit að frasar eins og „ríkasta eina prósentið á meira en hin 99 prósentin“ fer illa í réttlætiskenndina á fólki. Eðlilega, því þó að tölfræðin í þessum frasa sé ekki beint nákvæm, þá er það samt mjög óeðlilegt að fáir eigi svo miklu,…

Verður einhver Comeback Kid?

Next stop New Hampshire. Á morgun munu kjósendur í New Hampshire ganga á kjörstað og mun þetta vera fyrsta skiptið þar sem kosið er með „hefðbundnum“ hætti í prófkjörinu. Í prófkjöri flokkana er boðið uppá margar mismunandi tegundir af kosningum, fyrir utan „Caucus“ eða fundarhöldin sem við sáum í Iowa í síðustu viku þá eru…

Öll augu á Iowa

Prófkjörið í BNA hefst í kvöld. Prófkjörið hjá Repúblikönum og Demókrötum hefur verið afar líflegt og þá sérstaklega hjá þeim fyrri. Donald nokkur Trump kom valsandi inn á sjónarviðið yfir sumartímann og bjuggust allir við að punchlína myndi fylgja stuttu eftir, enda fáir sem tóku framboðið alvarlega. Gengi Jeb Bush hefur verið einstaklega lélegt og…

Frjálslyndi í orði eða á borði?

Á Íslandi á að vera hægt að finna sömu lífsgæði og þekkjast erlendis. Enginn ætti að fara á mis við eðlilegt vestrænt lífsmynstur þegar kemur að neysluvörum við það eitt að koma heim til Íslands úr ferðalagi eða námi. Áfengi er selt í matvöruverslunum í nær öllum vestrænum ríkjum en á Íslandi er það enn…

Froðusnakk á Alþingi

Hvert haust er lagt fram á alþingi frumvarp til breytinga á ýmsum lögum er varða fjármál ríkisins, bandormurinn er það kallað. Frumvarpið er samið í beinum tengslum við fjárlög og hefur áhrif bæði á tekju- og gjaldahlið fjárlagafrumvarpsins. Í síðasta bandormi var lagt til afnám tolla á fatnað og skó og þannig staðið við yfirlýsingar…