Category Archives: Greinar

SUS-grein: Frelsið er yndis­legt

Birta Karen Tryggvadóttir hagfræðingur og meðlimur í stjórn SUS skrifar: „Ég óttast að áfengt öl, sérstaklega léttara ölið, geti orðið fyrsta sporið inn á braut vímuefnanna” 36 ár eru frá því að Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi þingmaður og formaður Vinstri grænna, lét þessi ummæli falla í umræðu um afléttingu bjórbannsins, en bjór var leyfður í…

SUS-grein: Skulda- eða kulda­dagar

Gunnlaug Helga Ásgeirsdóttir Ólafsfirðingur og 2. varaformaður SUS skrifar: Þegar langamma mín hún Petrea í Háaskála (1908-2008) var spurð út í mestu breytingar og framfarir sem hún hafði lifað, sagði hún að það hefði verið hitaveitan – að losna við kuldann og saggann, og komast í þurr föt. Heitt vatn var komið í öll hús og ofna…

Handan við storminn

Eftir rúmt ár af kórónuveirunni fer að styttast í kaflaskil. Bólusetningar ganga ágætlega og nágrannalönd hafa gefið út opnunaráætlanir, sem fylla mann bjartsýni og von um að þetta ástand takmarkana og hafta taki enda og hér muni eðlilegt líf hefjast á ný. Í síðustu viku opnuðu barir í Englandi og grímuskylda hefur formlega verið afnumin…

Reykspúandi lýðheilsa

Ámilli Reykjavíkur og Kaupmannahafnar eru rúmir tvö þúsund kílómetrar. Lítrafjöldinn af olíu sem þarf til að komast milli borganna skiptir svo talsvert fleiri þúsundum, hvort sem farið er með skipi eða flugvél. Hvað þá ef farnar eru báðar leiðir. En meira um það síðar. Í dag geta Íslendingar, líkt og íbúar annarra EES-ríkja, dregið upp…

Verður þetta ekki allt þess virði þegar það er komið útibíó í Árbæinn?

Fimmtudaginn 14. nóvember síðastliðinn lauk íbúakosningu í Reykjavík sem kölluð er „Hverfið mitt“. Hægt var að kjósa um að fá trampolín í hverfið sitt, bleik LED ljós á handrið í Vesturbænum eða útibíó í Árbæinn, svo örfá dæmi séu tekin. Flott framtak og skemmtilegt að íbúar geti tekið þátt í ákvörðunum, sem kjörnum fulltrúum er…