Category Archives: Ályktanir

Áyktun SUS vegna álits umboðsmanns Alþingis um ólögmæti ákvörðunar matvælaráðherra

Samband ungra Sjálfstæðismanna krefst þess að Svandís Svavarsdóttir axli ábyrgð með því að segja af sér sem matvælaráðherra. Frá því að matvælaráðherra tók ákvörðun um að banna hvalveiðar hefur því verið haldið fram að ákvörðunin bryti gegn atvinnufrelsi sem eru stjórnarskrárvarin réttindi. Matvælaráðherra var einnig bent á að ákvörðunin væri ekki lögmæt og stæðist ekki…

Ályktun um aðgerðir stjórnvalda vegna Covid 19

Takmarkanir vegna Covid 19 voru hertar 12. nóvember síðastliðinn. Þetta er gert þrátt fyrir að 99% smitaðra þurfi ekki á spítalainnlögn að halda og flestir smitaðra upplifi venjuleg flensueinkenni eða séu með lítil sem engin einkenni. Rök sem sett eru fyrir enn frekari takmörkunum eru þau að mikilvægt sé að vernda heilbrigðiskerfið. Heilbrigðisráðherra hefur haft…

Sala á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka

Samband ungra sjálfstæðismanna (SUS) fagnar ákvörðun Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, um að hefja söluferli á hluta ríkisins í Íslandsbanka og tekur undir með Bankasýslu ríkisins, Seðlabanka Íslands, fjárlaganefnd Alþingis og efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis, sem öll mæla með sölu á hluta í bankanum. Fyrir utan góðar aðstæður til þess að selja hluta bankans, á…

Fylgjum stefnunni

Hin ýmsu hagsmunaöfl reyna nú að knýja fram undanþágur og breytingar í skugga heimsfaraldursins. Hagsmunaöfl í landbúnaði eru þar engin undantekning, en þau reyna nú að ná fram breytingum sem skerða samkeppnisumhverfi matvörumarkaðarins og þar með hag neytenda og verslunarfyrirtækja. Samband ungra sjálfstæðismanna tekur undir áhyggjur Félags atvinnurekenda og skorar á Sjálfstæðisflokkinn að beita sér…

SUS gagnrýnir afturhaldssemi embætti landlæknis

Embætti landlæknis hefur lagst gegn frumvarpi um sölu lausasölulyfja í almennum verslunum. SUS gagnrýnir embættið fyrir mótstöðu við frumvarp sem miðar að aukinni heilsu og öryggi landsmanna. Frumvarpið snýr að því að almennum verslunum verði heimilt að selja ólyfseðilsskyld lyf, á borð við væg verkjalyf, ofnæmislyf og magalyf. Í umsögn sinni vísar landlæknir sérstaklega í…

SUS fagnar einföldun regluverks

Samband ungra sjálfstæðismanna (SUS) fagnar aðgerðum og áformum stjórnvalda um einföldun regluverks. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, tók í gær stórt skref í þá átt með því að fella úr gildi 1090 reglugerðir. Í nýju frumvarpi Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, er lagt til að ýmsar leyfisskyldur og 16 lagabálkar falli brott….

Stjórnmálaályktun SUS 2019

Samband ungra sjálfstæðismanna samþykkti eftirfarandi stjórnmálaályktun á 45. sambandsþingi SUS sem haldið var á Akureyri um liðna helgi. Stjórnmálaályktun Sambands ungra sjálfstæðismanna Núverandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks tók við góðu búi eftir ábyrga hagstjórn fyrri ára. Við njótum nú ávaxta þeirrar ábyrgu hagstjórnar og eru framtíðarhorfur með ágætum. Fjárlagafrumvarp og útgjaldavöxtur íslenska ríkisins Þrátt fyrir…

Ályktun SUS um nýja ríkisstjórn og stjórnarsáttmála

Samband ungra sjálfstæðismanna fagnar nýrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar, undir forystu Bjarna Benediktssonar, og lýsir yfir ánægju sinni með frjálslynda stefnuyfirlýsingu hennar. Sérstaklega ber að hrósa áherslum ríkisstjórnarinnar í ríkisfjármálum þar sem stefnt er að því að Ísland verði skuldlaust innan tíu ára, á sama tíma og stór skref verða stigin til þess…

Ályktun SUS um birtingu álagningaskráa

Stjórn SUS harmar það að enn eina ferðina hafi álagningarskrár einstaklinga verið bornar á borð, fyrir hvern þann sem vill skoða viðkvæmar persónuupplýsingar um einkamálefni almennra borgara. Fjárhagsmálefni einstaklinga eru viðkvæmar persónuupplýsingar sem njóta verndar 71. gr. stjórnarskrár. Það þurfa því að liggja gildar ástæður til grundvallar þeirri stefnu stjórnvalda að heimta þessar upplýsingar í…

Ályktun um Sjálfstæðisflokk í ríkisstjórn

Samband ungra sjálfstæðismanna styður þingflokk og forystu Sjálfstæðisflokksins til áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfs. Mörg stór verkefni bíða afgreiðslu ríkisstjórnarinnar sem miða að afnámi hafta, lækkun skatta og auknu frelsi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur á undanförnum þremur árum lyft grettistaki í því að snúa af braut ofurskatta og ríkisafskipta síðustu vinstristjórnar. Mikil ánægja hefur verið með þær breytingar og stendur…